- Advertisement -

Gengur ráðherrakapall Bjarna upp?

Sigurjón Magnús:

Og hvað þá? Hver þarf að fjúka. Guðlaugur Þór? Nei, það gengur ekki. Yrði eins og hefnd fyrir formannsframboðið. Þórdís K.R. Gylfadóttir varaformaður? Aldrei. Þá er líklegt að flöskustúturinn bendi á Áslaugu Örnu. Gengi það upp?

Óðum styttist í að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði að slá af einn ráðherra sinna til að rýma fyrir nýliðanum Guðrúnu Hafsteinsdóttur, fyrsta þingmanni Suðurkjördæmis. Bjarni tók aldrei í mál að Páll Magnússon, þegar hann var fyrsti þingmaður kjördæmisins, yrði ráðherra. Enda er Páll genginn til liðs við höfuðandstæðing flokksins í Vestmannaeyjum.

Guðrún hefur nýverið sagt að hún geri ráð fyrir að verða dómsmálaráðherra áður en vorið kemur. Þar er fyrir Jón Gunnarsson sem hefur meðal annars unnið til þess að gjörvallur landsfundur flokksins stóð upp og klappaði fyrir honum til að þakka honum fyrir nánast áður óþekkta hörku í framgöngu gegn fólki sem í raun á ekkert föðurland.

Jón hlýtur að hafa skotið rótum, sem einn af ráðherrum flokksins, eftir að hafa beitt hinum fræga harða stálhnefa flokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Persónur og leikendur í hlutverkaleik Bjarna Benediktssonar formanns.

Og hvað þá? Hver þarf að fjúka. Guðlaugur Þór? Nei, það gengur ekki. Yrði eins og hefnd fyrir formannsframboðið. Þórdís K.R. Gylfadóttir varaformaður? Aldrei. Þá er líklegt að flöskustúturinn bendi á Áslaugu Örnu. Gengi það upp? Hún er fædd sem innmúruð og innvígð í flokkinn. Það yrðu átök. Þá virðist sem Bjarni verði í kastþröng.

Við verðum að athuga að Jón Gunnarsson er einhver mesti og besti flokksfélagi Bjarna. Að fórna honum er meira en að segja það. Í upphafi var talið að Jón þyrfti að vera ráðherra í átján mánuði til að tryggja sem mest og best eftirlaun. Kannski voru bara illar tungur sem héldu því fram.

Best að spá. Jón stígur upp. Hættir á þingi. Fær fína ríkisstöðu. Áslaug Arna verður færð yfir í dómsmálaráðuneytið, enda lögfræðingur. Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við iðnaðarráðuneytinu af Áslaugu, enda hefur Guðrún unnið við iðnað allt sitt líf og er að auki fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins.

Niðurstaðan er þessi: Jón bjargar Bjarna, fer og fær gott starf að launum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: