- Advertisement -

Bjarni og Birgir, hvað eruð þið að fela?

Lindarhvoll:

Yfir hvað er verið að hylma? Og hver er ástæða launungarinnar?

Sif Sigmarsdóttir.

Að venju skrifar Sif Sigmarsdóttir fína grein í helgarblað Fréttablaðsins. Hér er aðeins hluti hennar. Skora á alla að lesa greinina í heild:

Aðalmeðferð í Lindarhvolsmálinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.

Lindarhvoll er félag sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stofnaði árið 2016 og átti að annast og selja eignir sem féllu ríkinu í skaut eftir samninga við slitabú föllnu bankanna, að undanskildum hlutabréfum í Íslandsbanka sem Bankasýslu ríkisins var falið að selja – eins og frægt er orðið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í fjölmiðlum hefur víða verið fjallað um þá „leynd“ sem ríkir „um hvernig Lindarhvoll hefur staðið að málum við sölu á eignum ríkisins“. Hefur því verið haldið fram að „eigur hafi verið seldar á undirverði og til vildarvina“. Þingkona sagði „trúnaðarvin“ fjármálaráðherra hafa verið fenginn til að stýra félaginu.

Fyrrnefnt dómsmál hefur ekki orðið til að slá á sögusagnir. Í héraðsdómi sagði sérfræðingur hjá Kviku banka söluferli tiltekinnar eignar í umsjá Lindarhvols „sjoppulegt“ og gerólíkt því sem tíðkaðist. Var fullyrt að ríkið hefði orðið af hálfum milljarði króna þegar eignin var seld á helmingi lægra verði en verðmat kvað á um.

Árið 2018 skilaði Sigurður Þórðarson, þá settur ríkisendurskoðandi, greinargerð um starfsemi Lindarhvols til Alþingis. Fátt er vitað um greinargerðina því stjórn Lindarhvols og fjármálaráðuneytið róa að því öllum árum að halda henni leyndri. Í viðtali við Vísi í vikunni sagði Sigurður skuggalegt að skýrsla hans væri ekki enn opinber.

Yfir hvað er verið að hylma? Og hver er ástæða launungarinnar?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: