- Advertisement -

Þingmenn í atvinnubótavinnu

Sigurjón Magnús Egilsson:

Verða viðskotaillir og fúlir. Þar ber ólund efnahagsmálaráðherrans hæst. Enda mestar skammirnar á hans störf.

Enn og aftur og aftur og enn endurtekur sagan sig. Muni ég rétt eru 128 þingmannamál föst í hinum ýmsu nefndum Alþingis. Mál þingmanna í stjórnarandstöðunni voru andvana fædd. Áttu aldrei lífsvon.

Kannski eiga stjórnarþingmenn örfá mál. Ég veit það bara ekki. Ef þeir eiga mál í nefndum er líklegra en ekki að hafi verið flutt að beiðni einhvers ráðherra. Mörg mál stjórnarandstöðunnar eru full unnin en fást ekki afgreidd úr nefndunum.

Eflaust hafa tugir ef ekki hundruð gesta verið kallaðir fyrir nefndirnar. Í fullkomnu tilgangsleysi. Gjáin á milli þings og ríkisstjórnar, milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins, hefur trúlega aldrei verið breiðari.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það var einhver þingmaður Pírata sem spurði mig.“

Þegar ráðherrar eru kallaðir til til að svara óundirbúnum fyrirspurnum sést glöggt að sumir ráðherranna telja þeim tíma illa varið. Verða viðskotaillir og fúlir. Þar ber ólund efnahagsmálaráðherrans hæst. Enda mestar skammirnar á hans störf.

Ef því er að skipta er hægt að segja að þingmennska sé ágætt starf. Fer fram innanhúss, góð laun, löng frí og ýmis fríðindi. En að sjá mál sem eru byggð á hugsjónum þingmanna enda í stóra og vonlausa bunkanum hlýtur að vera svekkjandi.

Sumir ráðherranna eru komnir á endastöð. Hroki þeirra í garð þingmanna er eftirtektarverður. „Það var einhver þingmaður Pírata sem spurði mig,“ svaraði dómsmálaráðherrann stútfullur af hroka og monti. Kannski má fyrirgefa honum að geta ekki nefnt þingmanninn á nafn. Það var Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sem spurði Jón.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: