- Advertisement -

Á að skattleggja gjafakvótann?

Nýjar frétttr daglega – miðjan.is

Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum félagsins „Auðlindir í almannaþágu, hefur sent fyrirspurn til ríkisskattstjóra.

Sendi fyrirspurn á ríkisskattstjóra:

Á síðasta ári var makríll kvótasettur af Alþingi og fyrirtækjum afhentar aflaheimildir á makríl og fyrirkomulagi við makrílveiðar fært til samræmis við aðrar veiðar. Fljótlega myndaðist markaðsverð á makrílkvóta, sem hefur verið frá 500 til 800 krónur fyrir kílóið. Samkvæmt því er heildarverðmæti þeirra aflaheimilda sem afhentar voru að lágmarki 70 milljarðar króna. Þessar aflaheimildir fengu fyrirtækin afhentar án endurgjalds og hljóta því að teljast gjöf, langt umfram tækifærisgjafir sem eru ekki skattskyldar.

Hvernig hyggjast skattyfirvöld fara með þennan gjörning?
Samræmist meðferð skattyfirvalda á þessum gjörningi annarri skattlegri meðferð á aflaheimildum? Ef ég gef einstaklingi eða fyrirtæki tonn af veiðiheimildum í þorski að verðmæti á þriðju milljón króna, þarf viðkomandi einstaklingur ekki að greiða skatt af þeirri gjöf?

Með kærri kveðju, Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum félagsins „Auðlindir í almannaþágu“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: