- Advertisement -

Á Alþingi ekki fyrir lögfræðiáliti?

Ég held að skýringin sé einfaldlega sú að meiri hlutinn á Alþingi vill ekki fá þau svör sem slíkt lögfræðiálit myndi leiða í ljós.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi fyrir fáum mínútum:

Ég er hingað komin til að vekja athygli þingheims á því að meiri hluti fjárlaganefndar hefur lýst því yfir að þau vilji ekki fá lögfræðiálit, vilji ekki fá svör við því hvort vinnubrögð fjármálaráðherra Íslands standist lög. Þau hafa ekki áhuga á því að fá slíkt álit. Fjármálaráðherra hefur sjálfur látið vinna lögfræðiálit þar sem sú hugmynd hans að setja ÍL-sjóðinn svokallaða í þrot er talin standast lög. Þar er vísað í neyðarlögin sem blasir auðvitað við að eiga ekkert skylt við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi. Mörgum stórum grundvallarspurningum er varða lögin er hins vegar ósvarað og þess vegna lagði ég fram ósk í fjárlaganefnd um að lögfræðiálit yrði unnið fyrir Alþingi. Í fyrstu var vel tekið í þetta en síðan fóru að heyrast alls konar skrautlegar og mjög kreatífar skýringar, að Alþingi ætti kannski ekki fyrir lögfræðiáliti, hefði kannski ekki burði til að láta vinna svoleiðis álit o.s.frv., það væri ekki tímabært að vinna álit þrátt fyrir að fjármálaráðherra hefði hótað lagasetningu um þetta mál fyrir áramót. Ég held að skýringin sé einfaldlega sú að meiri hlutinn á Alþingi vill ekki fá þau svör sem slíkt lögfræðiálit myndi leiða í ljós.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: