- Advertisement -

Ætlar Alþingi að gengisfella lýðræðið?

„Ef Alþingi samþykk­ir frum­varpið og þar með for­gang EES-rétt­ar um­fram ís­lensk lög, má öll­um vera ljóst að ESB mun eft­ir það alls ekki sætta sig við að Alþingi setji sérregl­ur sem raska þeirri rétt­arein­ingu og þeirri rétt­hæð laga­reglna sem for­gangs­regl­an miðar að,“ skrifar varaþingmaðurinn Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður.

Arnar Þór stendur utan við þingflokkinn. Hann gagnrýnir forystuna harkalega. Setur sig alfarið á móti frumvarpi varaformannsins, Þórdísar K.R. Gylfadóttur. Hann hefur skorað á forystu flokksins að segja af sér og víkja. Hér er stuðst við Moggagrein sem Arnar Þór skrifaði og er að finna í Mogga dagsins.

„Með frum­varp­inu er stefnt að því að Alþingi geri Íslend­inga of­ur­selda for­gangs­rétti EES-reglna, þrátt fyr­ir að þær eigi upp­runa sinn hjá stofn­un­um ESB og þrátt fyr­ir að ESB hafi allt tang­ar­hald á túlk­un­ar­valdi um þess­ar regl­ur. Flutn­ings­menn og stuðnings­menn frum­varps­ins sem telja að ESA og EFTA- dóm­stóll­inn muni geta veitt ESB viðnám í því sam­hengi sem hér um ræðir hljóta að hafa óraun­sæja sýn á styrk hinn­ar veiku EFTA-stoðar í EES-sam­starf­inu. Ann­ars gætu þau ekki með góðri sam­visku stutt frum­varp sem miðar að því að veikja grund­vall­ar­stofn­an­ir og burðarstoðir okk­ar eig­in lýðveld­is.

Varnaðarorð

Þú gætir haft áhuga á þessum

Arnar Þór:

Hér verða þing­menn okk­ar að svara til ábyrgðar gagn­vart kjós­end­um og eig­in sam­visku. Við kjós­end­ur verðum að vekja þing­menn til vit­und­ar um þá ábyrgð sem þau bera gagn­vart þjóð sinni og framtíð lýðveld­is­ins.

Verði frum­varpið að lög­um væri verið að taka skref sem gæti reynst af­drifa­ríkt. Íslensk­um rétti yrði teflt í óvissu með því að leggja mót­un hans í hend­ur manna sem við þekkj­um ekki og svara ekki til neinn­ar ábyrgðar gagn­vart ís­lensk­um kjós­end­um. Með frum­varp­inu er ýtt und­ir réttaró­vissu, vegið að réttarör­yggi, grafið und­an fyr­ir­sjá­an­leika laga og rétt­mæt­um vænt­ing­um Íslend­inga gagn­vart síðar samþykkt­um lög­um frá Alþingi.

Sem smáþjóð höf­um við Íslend­ing­ar alltaf þurft að beita lög­um í vörn gegn ágengni annarra þjóða. Títt­nefnt frum­varp er til þess fallið að slá þetta eina vopn úr hönd­um okk­ar og af­henda ESB vald til að setja lög­in, túlka þau og fram­kvæma. Út frá þessu blas­ir við að málið er há­lög­fræðilegt og þarfn­ast mjög vand­legr­ar lög­fræðilegr­ar ígrund­un­ar áður en það verður sett í póli­tíska umræðu og at­kvæðagreiðslu. Þetta mál má því ekki keyra blind­andi í gegn­um Alþingi án þess að þing­heim­ur og al­menn­ing­ur all­ur hafi gert sér skýra grein fyr­ir hvað hér er í húfi.

„Hægt er að fest­ast, bágt mun úr að víkja“

Verði frum­varpið samþykkt á Alþingi set­ur það emb­ætt­is­menn Íslend­inga í þá stöðu sem hirðmenn 13. ald­ar voru í gagn­vart kon­ungi, þ.e. að geta ekki óhlýðnast fyr­ir­skip­un­um kon­ungs (ESB) þótt þeim verði „stund­um þvert um geð að fram­kvæma þær“. [JJ, 332]. Í þessu felst að emb­ætt­is­menn okk­ar geta í raun orðið ógn við sjálf­stæði þjóðar­inn­ar með því að skapa ESB bæði tól og tæki­færi til að skipta sér af mál­efn­um Íslend­inga. Emb­ætt­is­menn, kostaðir af ís­lensk­um skatt­greiðend­um, munu taka að sér að reka er­indi ESB sam­kvæmt skip­un­um ESB og gæta hags­muna ESB vand­lega. Á þeim mun sann­ast að eng­inn get­ur þjónað tveim­ur herr­um.

Ef Alþingi mun velja þann kost að vinna ESB þenn­an trúnaðareið gæti það orðið meg­in­or­sök­in að enda­lok­um lýðveld­is­ins Íslands. Við mun­um búa við allt ann­ars kon­ar stjórn­ar­far en stjórn­ar­skrá okk­ar ger­ir ráð fyr­ir. Við verðum eins og lén í kon­ungs­ríki á miðöld­um. Stjórn­ar­stofn­an­ir munu að vísu standa áfram en valdið verður fært úr landi í hend­ur manna sem Íslend­ing­ar hafa ekki kosið til áhrifa og bera eng­ar taug­ar hins al­menna Íslend­ings. Er þetta spenn­andi framtíðar­sýn? Hér verða þing­menn okk­ar að svara til ábyrgðar gagn­vart kjós­end­um og eig­in sam­visku. Við kjós­end­ur verðum að vekja þing­menn til vit­und­ar um þá ábyrgð sem þau bera gagn­vart þjóð sinni og framtíð lýðveld­is­ins.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: