- Advertisement -

Af hverju Albert Guðmundsson?

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Erik Hamrén gerði mistök.

Íslenska landsliðið stóð sig ekki vel í París í gær. Leikurinn fór á versta veg. Sem er svo sem eitthvað sem við mátti búast. Frakkarnir eru jú heimsmeistarar og voru á heimavelli. Búast mátti við tapi.

Erik Hamrén landsliðsþjálfari ber talsverða sök á hversu illa liðið tapaði. Hann valdi leikaðferð sem ekki gekk upp. Svo segja sérfræðingarnir. Fimm manna vörn sem leikinn var grátt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En eitt er mér hulin ráðgáta. Hvers vegna í ósköpunum var Albert Guðmundsson tekinn af velli? Hann var eini leikmaðurinn sem hélt boltanum. Eini leikmaðurinn sem kom við boltann í nokkur skipti hvert sinn sem hann var með hann. Meðan Albert reyndi, og tókst bara nokkuð vel, að halda boltanum reyndi ekki á vörnina rétt á meðan.

Erik Hamrén er í vondum málum. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ber ábyrgð. Enn virðist sem ráðning Svíans hafi verið feilspor.

Úr þessu þarf að vinna. Og það strax.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: