- Advertisement -

Afskrifar Katrínu sem forsætisráðherra

Davíð Oddsson:

„…enda um­deil­an­legt hvort að flokk­ur­inn geti gert slíka kröfu hvort sem er.“

„Að lok­um er óhjá­kvæmi­legt að nefna eitt atriði könn­un­ar­inn­ar sem óneit­an­lega kem­ur á óvart. Það er út­koma Vinstri grænna, flokks for­sæt­is­ráðherr­ans. Hann er eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem tap­ar þar merkj­an­legu fylgi á meðan að Sjálf­stæðis­flokk­ur og Fram­sókn halda sínu, þótt fylgi hvor­ugs flokks, og þá Sjálf­stæðis­flokks sér­stak­lega, sé ekk­ert til að hrópa húrra fyr­ir,“ skrifar Davíð í Reykjavíkurbréfið sitt. Hann vitnar til skoðanakönnunar sem MMR gerði fyrir Moggann.

„Vinstri græn­ir myndu sam­kvæmt niður­stöðunni tapa 4 þing­sæt­um af 11. Yrði þetta raun­veru­leik­inn gæti VG ekki gert kröfu til embætt­is for­sæt­is­ráðherra, og enda um­deil­an­legt hvort að flokk­ur­inn geti gert slíka kröfu hvort sem er.

Og óneit­an­lega væri hæpið að VG teldi sér stætt á af inn­an­flokks­ástæðum að sækj­ast eft­ir rík­is­stjórn­ar­sæti við þess­ar aðstæður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það hef­ur legið í lofti, sem mat sem hafið sé yfir vafa, að Katrín Jak­obs­dótt­ir njóti mik­ils per­sónu­legs fylg­is og það langt út fyr­ir flokk­inn. Ýmsar mæl­ing­ar hafa bent í þá átt. En yrðu úr­slit kosn­inga eitt­hvað svipuð þess­um í til­viki VG væri staða þess flokks gjör­breytt frá því sem áður var.

En und­ir­strika verður að all­ar þess­ar vanga­velt­ur hafa enn mjög tak­markað gildi vegna aðstæðna sem áður voru rakt­ar.“

Davíð hélt áfram: „Kjós­end­ur voru tekn­ir í rúm­inu í sinni sum­ar­vímu. Þeir eru lang­fæst­ir komn­ir í póli­tíska gír­inn og vilja sjálfsagt fá að vera laus­ir við hann í nokkr­ar vik­ur enn.

Þegar næst verður kannað er ekki ósenni­legt að kjós­end­ur verði öðru­vísi upp­lagðir þegar þeir svara sam­bæri­leg­um spurn­ing­um.

Könn­un­in, sem birt var í gær, er eins og fyrr sagði næsta ein­stök.

Það verður því spenn­andi að fylgj­ast með næstu könn­un. Þá mun verða runnið upp fyr­ir kjós­end­um að kjör­kass­inn er skammt und­an og þegar krossaður seðill­inn hef­ur runnið niður um rifu hans verður ekk­ert aft­ur tekið, jafn­vel ekki næstu fjög­ur árin.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: