- Advertisement -

„Ágætt að hafa svona lítinn og huggulegan jafnaðarmannaflokk á þingi“

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sló á létta strengi á Alþingi í dag. Á tuttugu ára afmælisdegi Samfylkingarinnar:

„Eins og fleiri hér í dag óska ég þingmönnum Samfylkingarinnar og Samfylkingarfólki til hamingju með daginn. Það er mikilvægt í pólitísku lífi okkar að þau sjónarmið sem Samfylkingin stendur fyrir eigi sér sína málsvara og ágætt að hafa svona lítinn og huggulegan jafnaðarmannaflokk á þingi, bara þannig að hann sé ekki of stór. Ég hef átt ágætt samstarf við bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar og árna þeim og flokki þeirra alls hins besta.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: