- Advertisement -

Alþingi: Lægri bankaskattur er fyrir fólkið í landinu og heimilin

Ekki fyrir ríku karlana sem háttvirtur þingmaður er að tala um, heldur fyrir fólkið í landinu, heimilin og fyrirtækin.

Úr umræðu um fjármálaáætlun:

„Eins og staðan er í dag er eitt sem mér liggur verulega á hjarta og sem hefur vafist fyrir mér alveg frá því að ég fékk að heyra það í fyrrahaust að hér ætti að lækka bankaskatt um sjö milljarða króna. Í þeirri óvissu sem við horfumst í augu við í dag og þegar jafnvel er farið að planta ákveðnum óttafræjum í samfélaginu um að það eigi að fara að taka upp niðurskurðarhnífinn, þá er það sýnilegt á næstu fimm árum mun afnám bankaskatts, upp á sjö milljarða á ári, verða heilir 35 milljarðar sem ekki fara í þjóðarbúið.“

Þetta sagði Inga Sæland í umræðunum um fjármálaáætlunina.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra: Er ekki hugsanlegt að við getum litið til þessa, t.d. miðað við þær ótrúlega breyttu forsendur sem við horfumst í augu við og þá miklu óvissu sem núna ríkir hjá okkur í hagkerfinu, og hreinlega dregið til baka þessa lækkun? Leyft þeim sem eru moldríkir að taka pínulítið meira þátt í því sem við erum að ganga í gegnum núna?

Bjarni Benediktsson svaraði Ingu um lækkun bankaskattsins og sagði:

„Það er mín sannfæring að það sé rétt og skynsamlegt, ekki fyrir ríku karlana sem háttvirtur þingmaður er að tala um, heldur fyrir fólkið í landinu, heimilin og fyrirtækin sem þurfa á fjármálaþjónustu að halda, að lækka þessar álögur vegna þess að það eru allar líkur á því að þetta sé ein meinsemdin í kerfinu í dag.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: