- Advertisement -

Áslaug Arna lúffar / Bjarkey hafði betur

„Í síðustu viku óskaði ég eftir því við ríkislögreglustjóra að lagt yrði mat á hugsanlegan viðbótarkostnað lögreglunnar á Akureyri vegna fyrirhugaðrar lokunar fangelsisins þar, þar sem lögreglan hefur nýtt sér þjónustu fangavarða í gegnum árin,“ skrifar dómsmálaráðherrann, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þegar hún tilkynnir um hún dragi í land.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna og þingmaður í Norðausturkjördæmi, gagnrýndi Áslaugu Örnu vegna málsins. Ekki var búist við að Bjarkey hefði árangur sem erfiði. Reyndin varð sem sagt önnur.

„Þessi úttekt,“ skrifar Áslaug Arna, „…mun ekki liggja fyrir þegar lokunin á að koma til framkvæmda í lok mánaðarins. Í ljósi þess og í framhaldi funda með hagaðilum fyrir norðan sl. þriðjudag hef ég óskað eftir því við fangelsismálastjóra að framkvæmd lokunarinnar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september. Enginn afplánar nú í fangelsinu vegna sumarleyfa.

Markmið okkar er óbreytt; að tryggja velferð fanga og eins góða þjónustu og unnt er, um leið og hugað er að hagkvæmni í rekstri fangelsiskerfisins til lengri tíma og styttingu boðunarlistans. Á sama tíma verður einnig að búa þannig um hnútana að almenn löggæsla á Norðurlandi eystra verði ekki fyrir skerðingu vegna lokunarinnar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: