- Advertisement -

Ásmundur Einar „sjanghæaður“ á síðustu stundu

Alþingi Íslendinga átti í vanda í morgun. Á dagskrá voru óundirbúnar fyrirspurnir, sem eru svo sem ekki alltaf óundirbúnar, en það er svo sem annað mál, en nú hagaði svo til að ráðherrar, margir hverjir, voru uppteknir við annað en að sinna Alþingi.

Til að bjarga því sem bjargað var „sjanghæaður“ forseti þingsins Ásmund Einar Daðason til að svara spurningum þingmanna. Það gekk ekki andskotalaust.

„Ég ætla ekki að vera með mikil leiðindi, ég finn mig bara knúna til að tjá vonbrigði mín yfir því hvað félags- og barnamálaráðherra dettur seint inn á dagskrá fyrir óundirbúinn fyrirspurnatíma. Ég hafði ekki hugmynd um að það væri í boði að eiga samtal við félags- og barnamálaráðherra fyrr en fyrir um 20 mínútum. Ég hefði alveg verið til í að eiga orð við hann en var ekki undirbúin á nokkurn hátt…,“ sagði  Halldóra Mogensen og fleiri þingmönnum tóku undir með henni.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Steingrímur J. Sigfússon:
Forseti vill þvert á móti hrósa hæstvirtum félags- og barnamálaráðherra fyrir að bregðast vel við og koma í óundirbúinn fyrirspurnatíma með skömmum fyrirvara.

Nema Guðmundur Ingi Kristinsson sem sagðist ávallt tilbúinn og hann spurði Ásmund Einar nokkru síðar. Meira um það síðar.

Þingforseinn, Steingrímur J. Sigfússon var ekki sáttur með aðfinnslur þingmanna og hrósaði Ásmundi Einari:

Forseti vill þvert á móti hrósa hæstvirtum félags- og barnamálaráðherra fyrir að bregðast vel við og koma í óundirbúinn fyrirspurnatíma með skömmum fyrirvara. Þannig hafði atvikast að ekki stóðu eftir nema tveir hæstvirtir ráðherrar þegar verið var að undirbúa fundinn síðdegis í gær og í morgun. Félags- og barnamálaráðherra á síst skilið að sitja undir gagnrýni en hitt viðurkennir forseti, að það er óheppilegt að listinn liggi ekki fyrir með góðum fyrirvara og sé réttur. Stundum gerist þetta samt. Þannig háttaði til að í óundirbúnum fyrirspurnatíma á mánudaginn voru mjög margir ráðherrar en fáir skráðir í dag af ástæðum sem við getum giskað á hverjar séu, m.a. Arctic Circle ráðstefnan, þannig að það er verið að reyna að gera sitt besta í þessum efnum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: