- Advertisement -

Atvinnurekendur hafna leiðsögn Alþingis

Frumvarp um styttri vinnuviku til meðferðar á Alþingi. Mætir andstöðu atvinnurekenda. Aðrir eru meðmæltir.

Frumvarpið felur í sér þá breytingu að í hverri viku skulu ekki vera fleiri en 35 dagvinnutímar sem vinna beri á dagvinnutímabili á virkum dögum og að jafnaði skuli unnar sjö klukkustundir í dagvinnu á degi hverjum frá mánudegi til föstudags,“ segir meðal annars í frumvarpi sem þingmenn Pírata hafa lagt fram á Alþingi.

„Þrátt fyrir að fjöldi vinnustunda á ári hafi dregist saman á undanförum árum er meðalvinnuvika á Íslandi um fjörutíu stundir. Í skýrslum OECD sem mæla jafnvægi á milli vinnu og frítíma sést að Ísland kemur mjög illa út en þar er landið í 33. sæti af 38 þjóðum þegar kemur að lengd vinnutíma, þar sem hallar verulega á karlmenn,“ segirí greinagerðinni.

Þrír á móti

„Þrír umsagnaraðilar lögðust gegn samþykkt frumvarpsins, en það voru Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda, aðallega með þeim rökum að Alþingi væri á einhvern hátt að skipta sér af rétti samtaka atvinnurekenda og launþega að semja um kaup sín og kjör.“

Fleiri með 

„Jákvæðar umsagnir voru mun fleiri. Þeir sem studdu frumvarpið voru umboðsmaður barna, Öryrkjabandalag Íslands, Samtök psoriasis- og exemsjúklinga, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Jafnréttisstofa, Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík og Barnaheill,“ segir einnig í greinagerðinni.

Sjá hér eldri frétt um sama mál:

Vinnum lengur en afköstum minna

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: