- Advertisement -

„Auðstéttin, uppáhaldsbarn stjórnmálastéttarinnar“

Sólveig Anna skrifar: „Umfjöllun Stundarinnar um algjörlega tryllta auðsöfnun fjármagnstekjueigenda er sjokkerandi. Þó að við vitum um misskiptinguna sem hér ríkir er samt ótrúlegt að sjá upphæðirnar sem Stundin birtir og ekki síður talsmáta sumra meðlima auðstéttarinnar. Og það er líka ótrúlegt að hugsa til þess að á meðan sumir samborgarar okkar bókstaflega ganga af göflunum við tilhugsunin um að lágmarkslaun verði í lok þriggja ára tímabils 425.000 krónur virðist það ekki trufla sama fólk neitt að yfirstétt þessa lands slái eign sinni á ótrúlegar fjárhæðir og borgi af þeim miklu lægri skatt en vinnandi fólk greiðir af sínum launum. 

Þegar ég var í tveimur vinnum af því að Reykjavíkurborg gat ekki hugsað sér að borga mér mannsæmandi laun fyrir mína unna vinnu í þjónustu hennar borgaði ég fullan skatt af vinnu númer tvö. Þannig var í raun verið að refsa mér fyrir að vera svo „dugleg“ að sækja vinnu númer tvö. Refsinguna þurfti ég að taka út ekki síst vegna þess að auðstéttin, uppáhaldsbarn stjórnmálastéttarinnar, þarf að fá að komast upp með að bera ekki sömu ábyrg og við vinnufólkið á samneyslunni. 

Ég spyr: Hvað er eiginlega að fólki sem sér ekkert athugavert við þessa skipan mála? Hversu mikil er veruleikafirringin eiginlega? For shame!“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: