- Advertisement -

Auðvitað borgum við bankana

Það er gott að fjármálaráðherrann segir ekkert liggja á að selja bankana. Það megi þess vegna taka tíu ár. Það er rétt mat hjá honum að þjóðin er ekki tilbúin í bankasölu. Þjóðin vantreystir. Þjóðin man hvernig tiltókst síðast. Nýleg tilfelli auka enn á tortryggnina.

Svo er annað. Þegar bankarnir verða seldir, hverjir borga þá, þegar upp verður staðið? Einmitt, ég og þú. Þú og ég.

Það er þess vegna sem hinn mæti hagfræðingur, Jón Daníelsson, sagði í viðtali sem ég átti við hann, að því lægra sem verð sem fæst fyrir bankana, því betra fyrir okkur. Því minna þurfum við að borga.

Bankar skapa ekki peninga. Þeir skrapa peninga, af fólki og fyrirtækjum. Það er sama hver mun kaupa bankana. Að endingu borgum við þá. Kaupendurnir munu fá allt sitt til baka, og ríflega það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þannig er það og þannig verður það.

Allt um það. Þjóðin er og á að vera tortryggin. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að ávinna sér traust til bankasölu. Alls ekkert.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: