- Advertisement -

Auðvitað er hann bara að látast

Gunnar Smári skrifar:

„xD stefnir á hægri stjórn í haust þar sem þeir fá að láta greipar sópa um heilbrigðiskerfið. Fyrir forystu flokksins er cóvid eins og jólin.“

Það skrítnasta á Internetinu í dag. Formaður Sjálfstæðisflokksins, sem setið hefur í ríkisstjórn í 26 af síðustu 30 árum, þykist krossbit yfir að heilbrigðiskerfið sé komið að fótum fram. Það er eins og maðurinn sé að vakna úr dái, hafi misst af sveltistefnu nýfrjálshyggjunnar síðustu áratugina. En auðvitað er hann bara að látast. Þetta er hinn svarti prins nýfrjálshyggjunnar að fagna erfiðleikunum, hann sér í þeim tækifæri til að innleiða enn frekar aðferðir nýfrjálshyggjunnar innan heilbrigðiskerfisins; markaðsvæða það, hlutafélagavæða og loks einkavæða. Stærstu skref nýfrjálshyggjunnar hafa alls staðar verið stigin í krísum og frammi fyrir kreppum og óáran, góður þjónn auðvaldsins lætur slíkt happ ekki úr hendi sleppa. xD stefnir á hægri stjórn í haust þar sem þeir fá að láta greipar sópa um heilbrigðiskerfið. Fyrir forystu flokksins er cóvid eins og jólin.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: