- Advertisement -

Benedikt og Viðreisn

Sem kunnugt er varð stormur á heimili Viðreisnar þegar stjórn flokksins hafnaði stofnendum sínum Benedikt Jóhannessyni. Hann skrifar í Moggann í dag þar sem hann telur upp margt sem þarf að gera í stjórnmálunum.

Greinina endar hann sérstakan hátt:

„Ríkið á að búa til um­gjörð stöðug­leika sem dreg­ur úr hættu á því að póli­tík­us­ar, auðjöfr­ar eða sér­hags­muna­hóp­ar geti ráðskast með þjóðina og eign­ir henn­ar. Hluti af þess­ari um­gjörð er breytt stjórn­ar­skrá sem trygg­ir að al­menn­ing­ur geti komið að mál­um ef ákveðinn fjöldi kjós­enda krefst þess,“ skrifar Benedikt og síðan kemur spurning:

„Við vit­um að óbreytt ástand er í boði, en spurn­ing­in er: Verður ein­hver trú­verðugur kost­ur í fram­boði til þess að hrinda breyt­ing­um í fram­kvæmd?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Greinilegt verður að teljast að stofnandi Viðreisnar hefur ekki trú á flokknum sem hann stofnaði fyrir ekki svo mörgum árum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: