- Advertisement -

Birgir kafli 4: „Þar fer fremstur í flokki Sjálfstæðisflokkurinn“

Er það þvert á það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað fyrir hverjar kosningar.

„Ráðdeild og skilvirkni á ávallt að ríkja við meðferð almannafjár. Fjárlagafrumvarpið ber þess merki að það er ekki ofarlega á verkefnalista ríkisstjórnarinnar að vinda ofan af ríkisbákninu,“ sagði nýjasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Þórarinsson, á Alþingi fyrir réttum tveimur árum.

Víst er að þá var hann harður andstæðingur flokksins og ekki síst formannsins, Bjarna Benediktssonar. Nú er öldin önnur, eða hvað?

Birgir hélt áfram; „Þar fer fremstur í flokki Sjálfstæðisflokkurinn sem reglulega hefur hrópað hátt fyrir kosningar „báknið burt“. Þegar flokkurinn kemst síðan til valda heldur báknið áfram að vaxa. „Við þurfum að taka rækilega til í ríkisfjármálunum og minnka ríkisbáknið,“ sagði fjármálaráðherra árið 2010. Nú leggur ráðherra fram fjárlagafrumvarp þar sem enn er bætt í ríkisbáknið. Ríkisbáknið hefur þanist út í tíð þessarar ríkisstjórnar og engar tilraunir hafa verið gerðar til þess að draga úr ríkisumsvifum. Er það þvert á það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað fyrir hverjar kosningar. Hækkun á fjárveitingum til forsætisráðuneytisins frá árinu 2018 nemur 876 millj. Kr. Hækkun til stjórnsýslu umhverfismála frá árinu 2018 nemur 1.218 millj. kr. sem er hækkun upp á 35%. Hækkun milli áranna 2019 og 2020 er 572 millj. kr., svo dæmi séu tekin.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: