- Advertisement -

Bjarni Ben leitar í sósíalismann

Þorsteinn Pálsson:
Það skýrist af því að Alþingi hefur framselt Seðlabankanum vald til að prenta peninga.

Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á, í Fréttablaðinu í dag, hvernig stjórnmálin, og þá stjórnmálamenn, standa stundum á haus.

„Eftir hrun sat þáverandi formaður VG í fjármálaráðuneytinu. Þar varð það hlutskipti hans að framkvæma, að ráði sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hörðustu íhaldsúrræði í ríkisfjármálum á lýðveldistímanum,“ skrifar Þorsteinn um þann tíma sem Steingrímur J. Sigfússon breyttist í einn heimsins harðasta kapítalista.

Enn gerast sérstakir atburðir í íslenskum stjórnmálum. Þorsteinn skrifar:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Steingrímur J. SIgfússon og Ásgeir Jónsson. Nú er Steingrímur forseti Alþingis, sem Þorsteinn segir að hafi afsalað sér völdum til Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra.

„Áratug síðar situr formaður Sjálfstæðisflokksins á ráðherrastólnum í Arnarhváli. Örlög hans eru að kynna til sögunnar umfangsmestu og róttækustu sósíalísku ráðstafanir í ríkisfjármálum, sem við þekkjum, rétt eins og starfsbræður hans til hægri og vinstri um alla Evrópu.“

Og ekki nóg með það. Harðasta hægra fól getur ekki lýst gleði sinni með vinstra stökk Bjarna Benediktssonar.

„Í báðum tilvikum eru fjármálaráðherrar ólíkra flokka að víkja frá pólitískum grundvallar hugmyndum sínum eftir tillögum sérfræðinga. Ekki er ólíklegt að sú þverstæða hjálpi til við að skapa traust. Það skerpir þá ímynd að ráðstafanirnar séu ekki bara óvenjulegar heldur líka tímabundnar,“ skrifar forsætisráðherrann fyrrverandi.

Þorsteinn kemur einnig að valdaframsali Alþingis til Seðlabankans:

„Við þær einstöku aðstæður, sem nú ríkja, ræður Seðlabankinn ekki aðeins umfangi eigin aðgerða heldur einnig því hversu langt Alþingi getur gengið í að heimila hallarekstur og lántökur ríkissjóðs. Það skýrist af því að Alþingi hefur framselt Seðlabankanum vald til að prenta peninga. Hann ræður sem sagt lang stærstu fallbyssunni í vopnabúrinu.

Seðlabankastjóri sagði á dögunum að það væri til nóg af krónum í bankanum til að gera það sem þyrfti. Segja má að þessi orð hafi falið í sér lykilinn að öllu öðru, sem nú er gert. Bankastjóri Seðlabanka Evrópu hafði áður gefið svipaða yfirlýsingu og sama hafa stjórnendur seðlabanka í minni myntkerfum gert.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: