- Advertisement -

Bjarni Ben verður áfram í fréttaskjóli

Glitnir HoldCo, eða þeir sem þar starfa, hafa ákveðið að beita því sem þeir geta til að Bjarni Benediktsson geti áfram verið í fréttaskjóli. Héraðsdómur hafði kolfellt lögbannið sem Þórólfur Halldórsson, sýslumaður hafði fallist á að beita gegn Stundinni og stöðva þar með fréttaflutning af vafasamri þátttöku formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, í aðdraganda síðustu þingkosninga.

Nú hefur semsagt verið ákveðið að senda málið til Landsréttar og tefja þar með fréttaflutninginn enn frekar. Ljóst er að með því fær Bjarni skjól í einhverja mánuði til viðbótar, jafnel heilt ár.

Fáir efast um hver tilgangur Glitnis HoldCo er. Bjarni Benediktsson er helsti valdsmaður Íslands og því er bagalegt að ekki megi í skjóli lögbanns birta aðkallandi fréttir af framgangi hans. Framganga Glitnis HoldCo sýnir að margt er óbirt sem á erindi við þjóðina og mun kalla á umræður þegar þar að kemur.

Ofbeldið ræður, allavega enn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: