- Advertisement -

Öryrkjar leita til Landsdóms

„Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi kröfum Öryrkjabandalagsins í máli okkar gegn Tryggingastofnun Ríkisins, vegna krónu á móti krónu skerðinga,“ segir heimasíðu Öryrkjabandalagsins.

Aðalkrafa Öryrkjabandalagsins laut að viðurkenningu á greiðsluskyldu samsvarandi fjárhæðar og meðstefnandi A krefst greiðslu á í málinu gagnvart öðrum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum, sem voru í áþekkri stöðu á tímabilinu sem um ræddi,  þ.e. þeirrar fjárhæðar sem bætur til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem uppfylltu á þessu tímabili skilyrði til bóta voru skertar um , 1. janúar 2017 til 31. desember 2018 umfram það sem þær hefðu verið skertar ef hlutaðeigandi  hefði verið ellilífeyrisþegi.

Í rökstuðningi sínum fyrir frávísuninni segir dómari að dómstólar geti ekki tekið ákvarðanir um atriði sem almenna löggjafanum er ætlað að ákveða samkvæmt stjórnarskrá, eða fært örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum betri rétt til lífeyrisgreiðslna á grundvelli laga um almannatryggingar eða laga um félagslega aðstoð, en leiðir af ákvæðum þeirra laga. Því beri að vísa aðalkröfunni frá dómi. Vara kröfum og þrautavarakröfum er hafnað.

Þessi niðurstaða er augljóslega Öryrkjabandalaginu mikil vonbrigði, og þrátt fyrir að lögmenn ÖBÍ hafi ekki haft ráðrúm til að greina dóminn, er má nánast fullyrða að frávísun þessi verði kærð til Landsréttar.

Þá hefur þessi niðurstaða það einnig í för með sér, að ef Landsréttur vísar málinu aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur til efnislegrar meðferðar, mun málið dragast enn á langinn.

Hér er hægt að lesa dóminn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: