- Advertisement -

Skipstjórinn er einn ábyrgur

Guðni Ölversson skrifar:

Þetta er allt hið versta mál. Allir vita að skipstjóri er á skipi sínu eins og einvaldskonungur í ríki sínu upp úr miðöldum, Hann ræður og enginn hefur leyfi til að mótmæla hans ákvörðunum. En nú eru miðaldir löngu liðnar og engin lútir einræði í nútíma samfélagi í hinum frjálsa heimi. Alla vega ekki á Norðurlöndum. Skipstjórinn en ákærður fyrir lögbrot og vanrækslu um velferð áhafnar sinnar. Spurningin sem er ósvarað í þessu hundleiðinlega máli er! Af hverju brást skipstjórinn undirmönnum sínum? Var það vegna ákafa hans um að ná í fisk eða var það vegna pressu frá útgerðinni um að túrinn yrði kláraður „með sóma“. Skítt veri þó einhverjir karlar þyrftu að kljást við  við kófið í aðgerðinni. Eftir stendur hvort orsökin er græðgi og pressa útgerðarinnar eða dómgreindarleysi skipstjóra. Nema hvoru tveggja sé? Ljóst er þó að skipstjórinn, einn, berð ábyrgðina þegar upp er staðið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: