- Advertisement -

Hæstaréttardómarar víluðu ekki fyrir sér að ógilda stjórnlagaþingskosninguna

Þorvaldur Gylfason rifjar upp:

Fyrir átta árum. Við bætist að allir fjórir dómararnir hefðu að réttu lagi átt að segja sig frá fyrra málinu vegna vanhæfis, en krafa um það kom ekki fram þar eð málið þótti svo fráleitt. Engum datt í hug að Hæstiréttur gæti gert sig sekan um svona alvarlegan skandala. En það gerði rétturinn samt sér til ævarandi minnkunar.

Fyrir átta árum:

Fjórir hæstaréttardómarar (Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson) víluðu ekki fyrir sér að ógilda stjórnlagaþingskosninguna 2010 án þess að minnast á það einu orði, að meintir annmarkar á kosningunni höfðu engin áhrif á úrslit kosninganna. Nú hafa þessir fjórir dómarar hafnað ógildingarkröfu Öryrkjabandalagsins vegna forsetakjörsins á þeirri forsendu, að það er „meginregla í íslenskum rétti að almennar kosningar skulu því aðeins lýstar ógildar að slíkir gallar séu á þeim að ætla megi að þeir hafi haft áhrif á kosningaúrslit.“ Ósamkvæmni á ekki vel við í Hæstarétti, því að hún vitnar um annað tveggja: skort á rökhugsun eða skort á heiðarleika.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: