- Advertisement -

Vill að Róbert Spanó víki en telur að hann muni for­herðast og sitja sem fast­ast

Róbert Spanó. Jón Steinar segir hann hafa staðið að furðulegum dómi gegn Íslandi. Mynd: Fréttablaðið.

Jón Steinar Gunnlaugsson segir, í nýrri Moggagrein, að Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, hafi unnið gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum. Jón Steinar vill að Róbert víki úr embætti.

„Í fyrra stóð Ró­bert Spanó, ís­lenski dóm­ar­inn við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu, að furðuleg­um dómi í máli gegn Íslandi. Það mál varðaði skip­un dóm­ara í Lands­rétt. Þar átti ís­lenski dóm­ar­inn hlut að dómi MDE á hend­ur heimalandi sínu með þeirri niður­stöðu að Lands­rétt­ur hefði ekki verið skipaður sam­kvæmt lög­um. Þetta sáu all­ir lög­fróðir menn að var staðleysa. Skip­an dóms­ins fór að öllu leyti fram sam­kvæmt lög­um og hafa all­ar valda­stofn­an­ir á Íslandi staðfest að svo sé, Alþingi, ráðherra, Hæstirétt­ur (mál nr. 10/​2018) og meira að segja for­seti Íslands. Eng­inn rétt­ur var brot­inn á kær­anda sem hafði játað ölv­unar­akst­ur og var ákveðin refs­ing fyr­ir það,“ skrifar Jón Steinar.

Þetta er ekki allt: „Á sama tíma hef­ur Ró­bert Spanó staðið að því að vísa frá MDE fjölda kæru­mála frá Tyrklandi, þar sem m.a. dómur­um var vikið úr starfi í stór­um stíl fyr­ir þær sak­ir að vilja ekki þýðast harðstjór­ann Erdógan. Svo bít­ur Ró­bert Spanó höfuðið af skömm­inni með því að þiggja boð til Tyrk­lands til að hitta Erdógan og láta þar sæma sig heiður­s­nafn­bót, allt und­ir for­sjá harðstjór­ans. Þetta er ótrú­leg at­b­urðarás, ekki síst þegar málið gegn Íslandi er skoðað til sam­an­b­urðar,“ skrifar Jón Steinar.

Eig­in hé­gómagirnd.

„Ekki er auðvelt að ráða í ástæðurn­ar fyr­ir fram­ferði þessa dóm­ara. Hann virðist helst vera í ein­hverj­um póli­tísk­um og per­sónu­leg­um leik, þar sem lög og rétt­ur skipta hann ekki miklu máli,“ skrifar Jón Steinar og svo þetta:

„Það er orðið ljóst að Ró­bert Spanó er með Tyrk­lands­hneyksl­inu bú­inn að skaða Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu með þeim hætti að hon­um ber siðferðileg skylda til að biðjast lausn­ar; a.m.k. ef hann met­ur hag dóm­stóls­ins meira en eig­in hé­gómagirnd.“

Niðurstaða Jóns er þessi: „Ég spái því að hann muni samt ekki gera þetta. Hann mun bregðast við eins og svo marg­ir gera við hliðstæðar aðstæður. For­herðast og sitja sem fast­ast.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: