- Advertisement -

Dómurinn hleypti úr sóttkví fjölda manns

Dómsvaldið brást okkur.

Kári Stefánsson segir að afstaða Landsréttar í sóttvarnarmálinu hafi ekki verið beinlínis uppörvandi. „Málið var kært til hans og hann vísaði því frá vegna þess að þeir sem kærðu voru lausir úr sóttkví og byggir það á hefð sem hefur myndast við afgreiðslu mála þegar menn kæra gæsluvarðhalds-dómum og losna úr varðhaldi áður en máli þeirra eru tekið fyrir. Ég held að það hafi verið klaufaskapur að bera fyrir sig þá hefð vegna þess að þegar einstaklingi er sleppt úr varðhaldi er gengið út frá því sem vísu að hann sé ekki hættulegur samfélagi sínu. sem voru samkvæmt skilningi sóttvarnaryfirvalda ógnvekjandi utan hennar. Þarna glataði Landsréttur tækifæri til þess að kveða upp dóm í prinsippmáli sem varðar allt samfélagið,“ skrifar Kári á Vísi.

„Það er ljóst að í þessu máli brást dómsvaldið okkur og að öllum líkindum löggjafarvaldið líka vegna þess að það hefði mátt taka af allan vafa í lagatextanum. Þetta er hins vegar eitt af þeim málum þar sem framkvæmdavaldið vildi vel en mátti sín lítils.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: