- Advertisement -

Bjarni Benediktsson: „Ég held að það vanti fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið“

Bjarni Benediktsson uppskar frábærar undirtektir á samkomu Sjálfstæðisflokksins í gær. Hann var óvenju skýr í máli þegar hann sagði:

„Ef við kæmum inn í frystihús þar sem menn væru að burðast með kassa og stafla þeim á bretti. Og halda svo fjórir og fjórir á einu bretti af frosnum fiski. Við segðum, hér vantar lyftara. Þá ætti enginn í frystihúsinu að taka því sem móðgun og segja, bíddu hvað eruð þið að segja að við séum ekki að vinna vinnuna okkar hér. Nei, við erum að reyna að auka afköstin. Ég held einfaldlega að það vanti fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið.“

Við sem hvorki klöppuðum lófum né stöppuðum niður fótum veltum fyrir okkur hvort hann vilji nú fara að stafla rúmum upp, hverju ofan á annað til að koma fleiri sjúklingum fyrir á Landspítalanum. Fyrir einhverju var klappað og stappað.

Bjarni Benediktsson:

„Nei, við erum að reyna að auka afköstin. Ég held einfaldlega að það vanti fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: