- Advertisement -

Bjarni kolfastur á strandstað

Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, skrifar langa og merka grein um flokkinn og Mogginn birtir í dag. Stundum í greininni sést til blaðamannsins Páls. Hann ber saman árangur þriggja formanna flokksins og sýnir fram á hversu slakur Bjarni Benediktsson er. Hann tók við flokknum við erfiðara aðstæður en hefur ekki náð að laga stöðuna hætis hót.

Gefum Páli orðið:

„Og hver er þá staða flokks­ins núna? Við skul­um horfa á hana í tæp­lega 50 ára sam­hengi til að flækja mál­in ekki um of. Þrír for­menn á þessu tíma­bili eiga það sam­eig­in­legt að hafa leitt flokk­inn í gegn­um fern­ar kosn­ing­ar. Hinir tveir leiddu flokk­inn aðeins í gegn­um ein­ar kosn­ing­ar hvor um sig. Geir Hall­gríms­son leiddi flokk­inn í kosn­ing­um 1974, 1978, 1979 og 1983 og að meðaltali hlaut flokk­ur­inn 37,3% fylgi. Davíð Odds­son leiddi flokk­inn í kosn­ing­um 1991, 1995, 1999 og 2003. Meðaltals­fylgi 37,5%. Bjarni Bene­dikts­son leiddi flokk­inn í kosn­ing­um 2009, 2013, 2016 og 2017. Meðaltals­fylgi 26,2%.

Nú skul­um við strax slá þann varnagla að ár­ang­ur eða ár­ang­urs­leysi í kosn­ing­um er ekki for­manni flokks­ins ein­um að þakka eða kenna. Og við skul­um líka hafa í huga að Bjarni Bene­dikts­son tók við flokkn­um á al­gjör­um grjót­botni 2009 – þegar stór hluti þjóðar­inn­ar virt­ist reiðubú­inn að trúa því að banka­hrunið hefði verið Sjálf­stæðis­flokkn­um ein­um að kenna. Þessi botn mæld­ist í kosn­ing­un­um 2009 vera 23,7%, sem er minnsta fylgi sem flokk­ur­inn hef­ur fengið á þessu 50 ára tíma­bili. Flest­ir Sjálf­stæðis­menn gerðu sér von­ir um að frá þess­um botni gæti leiðin ekki legið annað en upp á við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það sem hins veg­ar ger­ir stöðu flokks­ins grafal­var­lega í dag, og er mikið um­hugs­un­ar­efni nú í aðdrag­anda kosn­inga, er að fylgi flokks­ins núna, 12 árum seinna, er að mæl­ast ná­kvæm­lega það sama og þegar það skall á botn­inn 2009. Síðasta Gallup-könn­un mæl­ir fylgið 23,5%; kald­hæðnis­legt að það er nán­ast upp á aukastaf það sama og á botn­in­um 2009.

Önnur nei­kvæð vís­bend­ing um stöðu flokks­ins er að all­ir fimm ráðherr­ar hans í rík­is­stjórn­inni mæl­ast stöðugt í hópi þeirra sex ráðherra sem minnst ánægja er með og mest óánægja. Þetta er ekki síst al­var­legt í ljósi þess að ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins ættu að hafa mest for­skot í svona mæl­ing­um – kom­andi frá lang­stærsta flokkn­um.“

Má lesa úr þessu fullkomið getuleysi Bjarna Benediktssonar? Kannski.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: