- Advertisement -

Bjarni lítillækkar öryrkja

…ekki að nýta hæfileika sína og krafta vegna fordóma…

„Vegna ummæla Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra um fjölgun öryrkja vilja Landssamtökin Þroskahjálp koma því á framfæri að allt fólk á rétt á lifa með reisn og njóta verndar velferðarkerfisins. Almannatryggingakerfið er dýrmætt öryggisnet sem grípur fólk, á öllum aldri, þegar það getur vegna heilsu og/eða fötlunar ekki unnið og séð fyrir sér. Að tala slíkt niður er afar alvarlegt og grefur undan velferðarsamfélaginu sem við höfum byggt upp saman síðustu áratugi,“ segir á heimasíðu Þroskahjálpar.

Þar segir einnig: „Við sem samfélag ættum að beina kröftum okkar í að byggja upp atvinnumarkað svo fólk geti unnið og nýtt krafta sína, í stað þess að tala niður og niðurlægja þau sem þurfa á aðstoð almannatryggingakerfisins að halda. Stór hópur fatlaðs fólks fær ekki að nýta hæfileika sína og krafta vegna fordóma og aðgengisleysis á atvinnumarkaði. 

Þá verður ekki litið framhjá þeirri staðreynd að rannsóknir sýna að stór hópur nýrra örorkulífeyrisþega eru konur á miðjum aldri, sem hafa slitið sér út m.a. með ólaunaðri vinnu við að sinna fötluðu, langveiku og öldruðu fólki, vegna þess að hið opinbera sinnir ekki skyldum sínum við að uppfylla mannréttindi fatlaðs fólks. 

Örorkulífeyrisþegar eru fjölbreyttur hópur fólks sem eiga betra skilið en að vera niðurlægðir með þessum hætti!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: