- Advertisement -

Bjarni og flokkurinn fá á baukinn

Margra ára van­ræksla á gild­um og innra starfi flokks­ins hef­ur skapað þessa stöðu og það mun taka mörg ár að end­ur­heimta fyrri styrk ef það er yfir höfuð hægt.

Viðar Guðjohnsen.

„Meðal­fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hér í borg­inni á ár­un­um 1930-2006 var 50,4%. Í síðustu alþing­is­kosn­ing­um fékk flokk­ur­inn 21,9% í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­um og í síðustu kosn­ing­um til sveit­ar­stjórna fékk flokk­ur­inn 24,5% í Reykja­vík. Þetta eru tvenn verstu úr­slit frá stofn­un flokks­ins.“

Flokksmaðurinn Viðar Guðjohnsen skrifar þetta í nýrri Moggagrein. Þessi ábending flokksmannsins hlýtur að koma við marga. Leiðin liggur niður. Hvað veldur?

„Margra ára van­ræksla á gild­um og innra starfi flokks­ins hef­ur skapað þessa stöðu og það mun taka mörg ár að end­ur­heimta fyrri styrk ef það er yfir höfuð hægt. Inn á við spegla fund­ar­sköp síðasta lands­fund­ar stöðu flokks­manna gagn­vart svo­nefndri miðstjórn en öll al­menn mál­efnaum­ræða í sal var sett í Gleipn­is fjötra. Þetta kem­ur ofan á þróun þar sem til­lögu­rétt­ur lands­fund­ar­full­trúa í sal hef­ur verið skert­ur fund frá fundi,“ skrifar Viðar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Inn­an­tómt sýnd­ar­hjal.

„Ekki verður horft fram hjá því að hin ófrá­víkj­an­legu grunn­gildi flokks­ins, um frjálsa þjóð í frjálsu landi, eru orðin að ein­hverslags ryk­föllnu skrauti í huga full­trú­anna okk­ar sem brúka þau ein­göngu á tylli­dög­um og þá til sýn­is. Virðing fyr­ir sjálf­stæðis­bar­áttu forfeðranna eða sam­eig­in­leg­um arfi þjóðar­inn­ar virðist eng­in,“ skrifar Viðar og er allt annað en sáttur með stöðu flokksins og stjórn hans.

Þetta má sjá í ný­leg­um til­raun­um til að rétt­læta inn­leiðingu á svo­kallaðri bók­un 35. Bók­un­in hef­ur þau réttaráhrif að hið flókna reglu­verk Evr­ópu­sam­bands­ins skal túlkað rétt­hærra því ís­lenska nema „að Alþingi hafi mælt fyr­ir um annað“.

„Maður hefði nú haldið að þegar lýðræðis­lega kjör­in lög­gjaf­ar­sam­koma í full­valda ríki set­ur lög gæti hún hrein­lega gengið út frá því að laga­setn­ing­in hafi þýðingu án þess að taka það sér­stak­lega fram. Hví­lík und­ir­gefni!“

Nokkru síðar segir í grein Viðars:

„Þegar evr­ópsk lög eru inn­leidd eru þau hins veg­ar að jafnaði inn­leidd með þings­álykt­un sem hvorki sæt­ir slíkri meðferð né kall­ar á und­ir­rit­un for­seta. Í sögu­legu sam­hengi var hinum evr­ópsku möppu­dýr­um, sem litla sem enga þekk­ingu hafa á okk­ar lands­hög­um, ekki ætlað víðtækt laga­setn­ing­ar­vald. Fyr­ir­ætlan­ir þeirra um að skatt­leggja flug­sam­göng­ur eða sí­vax­andi af­skipti af hér­lendu reglu­verki orku­mála hlýt­ur að kalla á end­ur­mat á með hvaða hætti evr­ópskt reglu­verk er inn­leitt í ís­lensk­an rétt.“

Að lokum er þessi tilvitnun í grein Viðars:

„Allt tal slíkra stjórn­mála­manna um vænt­umþykju fyr­ir full­veldi, þjóðarein­kenn­um, gild­um og ein­ingu eru orðin tóm. Inn­an­tómt sýnd­ar­hjal.“

Það er ekkert annað. Ekki er hann hrifinn af Bjarna og öðru forystufólki Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: