- Advertisement -

Bjarni slær á sjálfsgleðina

Formenn flokkanna skrifa að venju greinar í Moggann um áramót. Oddvitar stjórnarflokkanna skrifa lofgerðir um eigin stöðu og sinna flokka.

„Ríkisstjórnin gaf út veigamikla yfirlýsingu um aðgerðir og umbætur til að bæta lífskjör í landinu og studdi þannig við samningana,“ skrifaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sú sama og sagði skömmu áður en hún varð ráðherra að fólk ætti ekki að bíða eftir réttlætinu. Fólkið bíður enn og mun eflaust þurfa að bíða enn. Hið minnsta á meðan Katrín er þar sem hún er.

„Þau réttindi sem við teljum sjálfsögð hafa sjaldnast fengist nema vegna mikillar baráttu,“ bætir hún við með réttu og örvar fólk til átaka. Öðruvísi fær fólk sennilega ekki réttlæti fræga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fyrir mér eiga stjórnmál að gefa fólki von,“ skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson. Það var og. Trúir maðurinn þessu? Sigurður Ingi Jóhannsson. Almenningur lifir ekki á voninni einni. Kannski Framsóknarfólk. Til upprifjunar þá eru öryrkjar óralangt frá því að hafa peninga sem duga tik framfærslu. Mundu það Sigurður Ingi.

„Stuðningskerfi aldraðra með lágan lífeyri þarf að þétta,“ skrifar Bjarni Benediktsson og slær aðeins á innistæðulausa gleði þeirra Katrínar og Sigurðar Inga. Eðlilega undanskilur Bjarni öryrkja. Hann gerir það alltaf. Þeir eru ekki hans fólk.

Þetta var það helsta úr áramótaboðskap oddvita ríkisstjórnarinnar. Engar breytingar fyrir það fólk sem býr við skort.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: