- Advertisement -

Bjarni vill hlusta á gagnrýni Samherja

Bjarni Benediktsson segir að hér ríki skoðanafrelsi þegar hann var spurður um mál Samherja. Hann segir um RÚV:

„Ég held líka að við verðum að hlusta ef menn segja að ríkismiðillinn, sem hefur mjög ríkum skyldum að gegna, ef menn segja að hann sé ekki að rísa undir því sem að honum ber að gera að lögum og er réttlætingin fyrir því að við öll tökum sameiginlega þátt í því að halda honum á floti og fjármagna hann þá ber okkur að hlusta. Ekki skella við skollaeyrum. Jafnvel þó að fyrirtæki eigi í hlut og það geta verið fyrirtæki sem ganga vel. Okkur ber að hlusta og vera gagnrýnin. Beita gagnrýninni hugsun í allri umræðu um þessi mál. Þarna er ég að tala um þetta á almennum nótum en í þessu tiltekna máli finnst mér menn ganga mjög langt,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV. Bjarni hefur þvertekið fyrir að ræða við ritstjóra Miðjunnar.

Jafnvel má skilja að Bjarni sé hér óbeint að hóta Ríkisútvarpinu.

Fréttamaður RÚV spurði: En hvað finnst þér um þessa herferð gagnvart einstökum fjölmiðlamönnum og jafnvel fjölmiðlum? Það kemur fram í þessum uppljóstrunum að það er verið að beita mjög skipulögðum aðferðum til þess að grafa undan einstökum fjölmiðlamönnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Maður getur haft alls konar skoðanir á því að fólk eigi ekki að gera eitthvað eða gera hlutina öðruvísi heldur en gert er. En ég er í prinsippinu þeirrar skoðunar að það er skoðanafrelsi á Íslandi. Fólki er frjálst að hugsa hluti, fólki er frjálst að segja hluti, fólki er frjálst að beita sér. Það er mjög stórt mál að fara að ganga gegn því frelsi.“

Hann bætti við: „Ég er hins vegar ekkert sérstaklega ánægður með að stórir öflugir aðilar í fyrirtækjarekstri beiti sér af fullum krafti í fjölmiðlaumfjöllun sem þeir eru ósáttir við. Aðallega vil ég að hlutirnir séu uppi á borði, gegnsæir og það sé verið að ræða málefnalega um hlutina. Það er það sem mér finnst vera mikilvægt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: