- Advertisement -

Björn í hrópandi þversögn við sjálfan sig

„Björn virðist með þessu út­spili frem­ur eiga heima í Viðreisn eða í Sam­fylk­ing­unni en í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Afstaða hans varðandi frek­ara framsal til ESB fell­ur a.m.k. illa að stefnu­skrá Miðflokks­ins,“ skrifar Sveinn Óskar Sigurðsson í nýrri Moggagrein.

Þar rekur Sveinn gerð EES samningsins og einkum hvernig Björn Bjarnason hefur stokkið til og frá með eigin skoðanir varðand EES.

„Í skýrslu Björns Bjarna­son­ar, Bergþóru Hall­dórs­dótt­ur og Kristrún­ar Heim­is­dótt­ur seg­ir: „Binda verður enda á stjórn­lagaþræt­ur vegna EES-aðild­ar­inn­ar, annaðhvort með því að viður­kenna að hún hafi unnið sér stjórn­lagasess eins og aðrar óskráðar stjórn­laga­regl­ur eða með því að skrá ákvæði um aðild­ina í stjórn­ar­skrána.“ Á þetta bend­ir Björn í grein sinni 18. apríl sl. sem hér er nú svarað með fullri vin­semd. Vill Björn frem­ur setja framsalið í al­menn lands­lög en í stjórn­ar­skrána?

Staðfest­ir Björn því í raun sjálf­ur í grein sinni 18. apríl sl., í hróp­andi þver­sögn við sjálf­an sig, að ég hafi í raun og sann farið rétt með í grein minni 17. apríl sl. Í fram­an­greindri til­vitn­un má lesa skýra af­stöðu skýrsluaðila í mál­inu. Þeir vilja greini­lega fram­selja vald til ESB með lög­um og „binda“ þannig enda á „stjórn­lagaþræt­ur vegna EES-aðild­ar­inn­ar.“. Mun það tak­ast? Vilj­um við að það tak­ist? Skýrsla fram­an­greindra höf­unda er aug­ljós und­an­fari þess frum­varps sem nú ligg­ur fyr­ir Alþingi þar sem bók­un 35 er gerð að ís­lensk­um laga­bók­staf til að tryggja að lög og regl­ur ESB hafi hingað greiðari aðgang en áður, sé yfir ís­lensk­an laga­bók­staf haf­in og Íslend­ing­ar þannig þvingaðir und­ir það sem Sviss­lend­ing­ar hafa hafnað. Með grein sinni 15. apríl sl. tek­ur Björn af all­an vafa hvað þetta varðar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: