- Advertisement -

Bólan skapar tækifæri fyrir fyrirbæri eins og Play

Gunnar Smári skrifar:

Ásgeir Brynjar Torfason, Bjarni Benediktsson og Ásgeir Jónsson.

Ásgeir Brynjar Torfason benti á það um daginn að salan á þriðjungshlut ríkisins í Íslandsbanka minnti á 2007, rökin og fullyrðingarnar væru þau sömu og þá þóttu gildar. Þessi mynd ætti að sýna öllum sem hafa lifað með augun opin og nokkuð óskerta heilastarfsemi að Ásgeir Brynjar er ekki að ýkja, eiginlega þvert á móti. IcelandExpress flaug aldrei svona hátt í bólunni fyrir Hrun. Þarna er verið að fagna skráningu viðskiptaplans. Enginn rekstur er í Play (kannski innan við tuttugu flugferðir með hálf tómar vélar). Og fram undan eru mestu óvissutímum flugsins síðan Hindenburg brann.

Allt cóvid hefur ríkisstjórnin og Seðlabankinn keyrt upp eignabóla á Íslandi. Í stað þess að mæta samdrættinum þar sem hann hefur bitið fastast hefur verið dælt peningum til hinna efnameiri, sem hafa fest fé sitt í gömlum eignum, húsnæði og hlutabréfum. Bólan skapar síðan tækifæri fyrir fyrirbæri eins og Play, fólk og fyrirtæki mættu með 33 milljarða (1/3 af nýjum Landspítala) og vildu veðja á þetta ævintýri. Það er augljóst merki þess að það er til of mikið af peningum eða of lítið af raunverulegum verkefnum í atvinnuuppbyggingu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: