- Advertisement -

Borðum við kjúkling með góðri samvisku?

Neytendur Neytendablaðið, sem er að koma úr prentsmiðju, fjallar að þessu sinni um kjúklingaframleiðslu og aðbúnað kjúklinga.

Neytendasamtökin segja „..að bylting hafi orðið í matarvenjum Íslendinga, fyrir nokkrum áratugum var hversdagsmaturinn unnin úr fiski eða sauðfé og fáheyrt var að boðið væri uppá svínakjöt eða kjúkling. En á skömmum tíma er kjúklingurinn orðinn einn vinsælasti maturinn og hver Íslendingur borðar um 27 kg af kjúklingakjöti á ári. Framleiðsla á 7.000 tonnum af kjúklingi fyrir landann fer fram fyrir luktum dyrum ólíkt því sem átti sér stað við sauðfjárframleiðslu og fiskveiði hér áður fyrr, þegar næstum allir Íslendingar komu að þeirri framleiðslu á einhvern hátt.“

Neytendasamtökin segja kjúklingaframleiðslu vera sé verksmiðjubúskap og ekki verði hjá því litið að um skyni gæddar verur eru að ræða. „Í lögum um velferð dýra kemur fram að dýrin eigi að vera laus við ótta, þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma.“

Og svo: „Náttúrulegar aðstæður fuglanna eru langt frá þeim veruleika sem alifuglar á diskum íslenskra neytenda kynnast. Neytendablaðið lýsir aðbúnaði kjúklingsins þær 5 vikur sem hann lifir að meðaltali. Auk þess er fjallað um væntanlega reglugerð um velferð alifugla sem er ekki gallalaus. Spurningin er hvort hægt sé að borða kjúkling með góðri samvisku eins og kjúklingaframleiðendur á Íslandi vilja meina. Á endanum er það alltaf þannig að gæði og velferð kjúklinga fer saman.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: