- Advertisement -

Nú vantar bankaskatt og það sem fyrst

Mynd af umfjöllun Heimildarinnar.

Fáránlegur hagnaður bankanna. Þeir græddu samtals tæpa hundrað milljarðar á síðasta ári. Ári sem fólki var sligast undan vaxtaokrinu. Ekki er að efast um að dæmi séu um fólk sem gafst upp á árinu 2024 og neyðst til að selja ofan af sér.

96 milljarðar er ótrúleg tala. Heilir 96 milljarðar stóðu eftir þegar búið var að greiða allan kostnað. Þetta er óviðunandi og það verður ná hluta af þessum peningum og færa í lamaðan ríkissjóðs.

Nú þarf að setja á duglegan bankaskatt. Það er ekkert vit í því að þrjú fyrirtæki hagnist svona stórkostlega. Ríkisstjórn verður að sýna dug og kjark frammi fyrir peningasugunum þremur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: