- Advertisement -

„Borgarstjóri er í vörn í málinu“

„Ég flutti tillögu í borgarstjórn í gær um að borgin færi strax í samtal við ríkið um stórfellda uppbyggingu hjúkrunarrýma í borginni,“ skrifar Vigdís Hauksdóttir Miðflokki.

„Borgarstjóri tjáði okkur að allt væri í bullandi gangi í þeim efnum þó litlar séu efndirnar – hér er bókun mín í málinu,“ skrifar  hún.

„Borgarstjóri er í vörn í málinu. Borgarfulltrúi Miðflokksins stal athyglinni í málinu með því að bera fjölgun hjúkrunarrýma upp í borgarstjórn. Í lok máls hans kom fram að viðræður stæðu yfir við ríkið og væri tíðinda að vænta innan skamms. Alltaf kemur meirihlutinn sér undan góðum málum minnihlutans. Verði þessi tillaga samþykkt þá leysir hún í leiðinni fjölmörg hliðsett mál.

Fráflæðisvandinn á Landspítalanum minnkar og spítalinn getur þá farið að sinna þeirri þjónustu sem hann á að gera. Með fjölgun hjúkrunarheimila stór minnkar sú hætta að farsóttir nái tökum á öldruðum sem annars eru inniliggjandi á Landsspítalanum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Með aukinni dreifingu úrræða er hægt að einangra hverja einingu. Stórfelld uppbygging hjúkrunarheimila í Reykjavík er mjög atvinnuskapandi.

Mikið ákall er nú hjá ríkinu að sveitarfélögin ráðist í mannaflafrek verkefni vegna ástandsins sem nú ríkir vegna COVID-19. Meirihlutinn skreytir sig með stolnum fjöðrum.

Það er jafn lítið að frétta af hjúkrunarheimilum í Reykjavík eins og það er lítið að frétta af úrræði fyrir heimilislausa. Það eru öll ljós slökkt og enginn heima. Ekki er staðið við neitt sem sagt er. Kjörtímabilið er hálfnað og enn eru borin upp innihaldslaus loforð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: