- Advertisement -

Borguðu þrjá milljarða fyrir gistingu

 

Ferðaþjónusta Erlendir ferðamenn borguðu þrjá milljarða fyrir gistingu í júní í ár, sem er sextán prósentum meira en þeir gerðu í júní í fyrra.

Erlend kortavelta bílaleiga jókst um 61% í júní síðastliðnum frá júní í fyrra og nam í síðasta mánuði 1,2 milljörðum kr. Þá njóta veitingahús góðs af auknum ferðamannastraumi því erlend greiðslukortavelta í þeim geira jókst um 26% og nam 1,4 milljarði kr. í júní. Erlendir ferðamenn keyptu í verslunum með kortum sínum fyrir 2 milljarða kr. í júní sem er 14% hærri upphæð en í júní í fyrra. Þar af var kortavelta í dagvöruverslunum 429 millj. kr. sem er 33% aukning frá júní í fyrra.
Þá tóku erlendir ferðamenn út reiðufé með kortum sínum í hraðbönkum fyrir 1,7 milljarða kr. sem var 17% hærri upphæð en í júní í fyrra.

 

Skipulagðar pakkaferðir í mestum vexti
Samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar eru enn slegin met í kortaveltu erlendra ferðamanna. Í júní síðastliðnum greiddu erlendir ferðamenn fjórðungi meira með kortum sínum hér á landi en í júní í fyrra.
Mest aukning var í ýmsum skipulögðum ferðum eins og hvalaskoðun, ferðum með leiðsögn og öðrum tegundum pakkaferða. Í þeim flokki var 64% aukning og greiddu ferðamenn með kortum sínum 2,5 milljarða í júní. Þá eru ekki meðtaldar greiðslur með reiðufé eða það sem greitt hefur verið í gegnum erlenda milligönguaðila.

Óbreytt kortavelta á hvern ferðamann
Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 126 þús. kr. í júní sem er 1,5% hærri upphæð en í júní í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðhækkunum síðustu 12 mánaða er upphæðin nærri óbreytt.
Ferðamenn frá Sviss, Rússlandi og Spáni keyptu fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum ef upphæðum er deilt á hvern ferðamann sem hingað kom í júní eftir þjóðerni. Mikill munur er á kortaveltu eftir þjóðernum sem að einhverju leyti skýrist af því hversu algeng kortanotkun er í hverju landi. Ætla má að nokkurt samræmi sé í notkun greiðslukorta á Norðurlöndunum og því er athyglisvert að skoða mun á milli kortaveltu á milli þessara þjóða. Á meðan hver Norðmaður greiddi að jafnaði 157 þús. kr. greiddi hver Finni 87 þús. kr.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: