- Advertisement -

Börn búi ekki við fátækt – enginn búi við fátækt

Börn eiga ekki að þurfa að búa við fátækt. Enginn á að þurfa að búa við fátækt. Burt með fátækt.

Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar:

Er búin að vera að fara yfir skýrslur um barnafátækt, þar sem ég var kosin í stýrihóp velferðasviðs um aðgerðir gegn sára fátækt barna og fjölskyldna þeirra. Í stýrihópnum munum við meðal annars taka mið af eftirfarandi skýrslum og verkefnin eru t.a.m. að yfirfæra reglur og úrræði á vegum velferðarsviðs til að koma í veg fyrir sára fátækt og leggja fram tillögur um markmið, aðgerðir, frekari úrræði eða annað sem stutt getur íbúa Reykjavíkur sem búa við sára fátækt. Ég tengdi sérstaklega við það sem fram kemur í skýrslu Kolbeins H. Stefánssonar um að börn séu oft meðvituð um stöðuna, þó að foreldrarnir reyni að vernda börn sín frá afleiðingum fátæktar. Þegar börn eru meðvituð um stöðuna læra þau að sætta sig við minna eða fela skortinn fyrir foreldrum sínum með því að biðja ekki um ýmislegt sem telst sjálfsagt í félagslegu umhverfi þeirra.

Börn eiga ekki að þurfa að búa við fátækt. Enginn á að þurfa að búa við fátækt. Burt með fátækt. Burt með kapítalismann sem leiðir til þess að fátækir foreldrar þurfa að vinna og vinna svo að aðrir geti grætt á þeim á meðan þau græða ekkert en enda í mínus. Burt með kapítalismann því hann lítur á fólk sem vinnuvélar sem eigi að geta hámarkað afkastagetu sína sama hvað og sama þó að þeir séu óvinnufærir (ég hræðist áform um starfsgetumat). Burt með eyðileggingu kapítalíska markaðshagkerfisins sem kemur eins og þungur stormsveipur inn í líf margra barna og foreldra þeirra og inn með réttlæti og sól í líf allra barna og fjölskyldna þeirra, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: