- Advertisement -

Breytt stjórnarskrá og veiðiheimildirnar: Inga einn formanna á móti öllum hinum

Stjórnmál / Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi, að Ingu Sæland Flokki fólksins, undanskilinni vilja ekki að kvótahafar borgi fullt verð fyrir aðganginn að sjávarauðlindinni. Þetta upplýsir Inga í nýrri Moggagrein.

„Aðrir vilja „sann­gjarnt“ eða „eðli­legt verð fyr­ir afl­ann. Auðvitað eig­um við að setja regl­ur um fullt verð fyr­ir aðgang, ekki ein­ung­is að sjáv­ar­auðlind­inni held­ur og öðrum auðlind­um sem landið okk­ar hef­ur að gefa og ekki eru sér­stak­lega skil­greind­ar sem einka­eign,“ skrifar Inga.

Inga spyr: „Er ekki ágætt að fá „sann­gjarnt“ eða „eðli­legt“ verð fyr­ir aðgang að sjáv­ar­auðlind­inni? Flokk­ur fólks­ins seg­ir NEI! Það er al­gjör­lega óá­sætt­an­legt að ætla að halda upp­tekn­um hætti þar sem það er und­ir geðþótta hags­muna­tengdra stjórn­mála­manna komið hvað telst „sann­gjarnt“ og/​eða „eðli­legt“ gjald hverju sinni. Króna gæti þótt sann­gjarnt hjá ein­hverj­um á meðan 0 krón­ur væru sann­gjarnt verð hjá öðrum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Flokk­ur fólks­ins vill aft­ur­kalla all­ar fisk­veiðiheim­ild­ir á næstu fimm árum.

Inga rifjar upp hinar risamiklu afleiðingar þess kerfis sem við búum við og formennirnir, margir hverjir, verja með kjafti og klóm:

„Hundruð millj­arða hafa flætt til fárra fjöld­skyldna sem telja sig eiga nán­ast all­an óveidd­an fisk í sjón­um umvherf­is landið og það til framtíðar. Millj­arðar hafa farið í að sölsa und­ir sig eign­ar­hald í nán­ast öllu sem nöfn­um tjá­ir að nefna og koma sjáv­ar­út­vegi ekk­ert við. Allt í boði hags­muna­gæslupóli­tík­us­anna sem gefa lítið fyr­ir sam­fé­lags­lega ábyrgð og vel­ferð þeirra sem ekki hafa ráð á að styrkja þá með stæl.“

Inga segir tímann vera að renna út:

„Það er hver að verða síðast­ur til að taka í taum­ana og neita að verja þetta rán á því sem þjóðin á öll sam­an. Við búum við lýðræði þar sem kjós­end­ur velja sér vald­haf­ana sem síðan starfa í skjóli þing­ræðis. Það er löngu orðið tíma­bært að alþing­is­menn axli þá ábyrgð sem þeim ber. Það er ekki nóg að hrópa að við búum við besta fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi í heimi þegar staðreynd­in er sú að við búum við eitt það versta arðráns­kerfi sem um get­ur.“

Hvað er til ráða, hvaðð vill Inga?

„Flokk­ur fólks­ins vill aft­ur­kalla all­ar fisk­veiðiheim­ild­ir á næstu fimm árum. Þá reyn­ir á laga­ákvæði um að aft­ur­köll­un tíma­bund­inna veiðiheim­ilda mynd­ar aldrei bóta­kröfu á rík­is­sjóð. Veiðiheim­ild­ir á öll­um nytja­stofn­um í ís­lenskri lög­sögu verði boðnar upp. Það er þrugl að þeir ríku gætu keypt all­an afl­ann og að það yrði al­gjör samþjöpp­un í grein­inni. Hún er þegar til staðar. Flokk­ur fólks­ins vill kvót­ann heim. Þjóðin á sjáv­ar­auðlind­ina sem og all­ar aðrar auðlind­ir lands­ins sem ekki eru í einka­eign.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: