- Advertisement -

Dagur fær 230 þúsund fyrir klukkutíma fund

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er með tæpar tvær milljónir á mánuði. Að auki er hann formaður stjórnar slökkviliðsins og fær hann rétt um 230 þúsund krónur aukalega fyrir hvern fund, sem eru haldnir mánaðarlega.

Aðrir stjórnarmenn eru bæjarstjórar hinna sveitarfélaganna sem eiga hlut í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þeir fá lægri laun fyrir setuna en Dagur.

Fundir stjórnarinnar eru aldrei langir. Tveir síðustu fundir voru annars vegar í hálftíma og hins vegar klukkustund.

Nú er óskað eftir að Dagur komi beint að kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Hann mun svara í dag hvort verði við þeirri kröfu Eflingar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: