- Advertisement -

Dauðaganga í stjórnmálum

Leiðari Síðustu ár hefur stjórnmálafólki reynst erfiðast að vera ráðherra ferðamála. Fyrrverandi ráðherra kláraði sig fullomlega í verkefninu. Núverandi ráðherra kann að sleppa fyrir horn, þar sem kosningar verða eftir réttan mánuð.  Og stillt verður upp á framboðslista.

Ráðherrann virðist hafa þokað sér áfram sama veginn og forverinn í starfinu. Trúlega hefur aldrei nokkur atvinnuvegur búið við annað eins kaos og ferðaþjónustan gerir. Sem dæmi mælti ráðherrann með hækkun virðisaukaskatts á greinina, á sama tíma og ráðandi þingmenn í sama stjórnmálaflokki ætluðu að fella þá hugmynd, og þá ríkisstjórnina um leið.

Fyrrverandi ráðherra ferðamála kolféll í prófkjöri. Fjölmennustu ferðamannastaðir landsins tilheyra kjördæmi þess ráðherra. Fjölfdi fólks hefur þar beina aðkomu að ferðaþjónustu og sýndu ráðherranum enga miskunn.

Þrátt fyrir hvernig fór fyrir fyrrverandi ráðherra ferðamála hefur engin breyting orðið eftir ráðherraskiptin. Dauðgönguna átti að reyna á ný. Þrátt fyrir að hún geti ekki endað nema á einn veg. Með falli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: