- Advertisement -

Dauði Eystrasaltins og skemmtiferðaskipin

Árni Gunnarsson fyrrrverandi fréttamaður og alþingismaður.

Árni Gunnarsson skrifar: Hörmungarástand er á lífríki Eystrasalts. Botndýralíf er að mestu horfið og nýlega var greint frá því, að þorskstofnin væri í mikilli hættu. Ástæðan: Gríðarlegt magn af lífrænum efnu, sem með einum og öðum hætti berast í hafið. Fjöldi risastórra skemmtiferðaskipa fer á milli hafna í Eystrasaltinu og hafa skipstjórnarmenn verið grunaðir um að sleppa þar út gífurlegu magni af lífrænum efnum frá klósettum og frárennsli frá þvottahúsum og eldhúsum.

Í nokkrum höfnum er aðstaða til að losna við efnin í hreinsistöðvar í landi, en skipin þurfa að losna við allt frárennsli á tveggja sólarhringa fresti. Í sumum skipanna eru hreinsitæki, sem grófhreinsa frárennslið. Hins vegar er allt látið fara í hafið, þegar skipin eru komin 12 mílur frá landi. Magnið er gífurlegt og hefur mikil áhrif á lífríkið. Norska sjónvarpið sýndi í vikunni mynd, sem sýndi og sannaði hvernig eitt af risastóru skemmtiferðaskipunum lét allan óþverrann fara í hafið.

Í huga mínum vaknaði spurning um eftirlit her á landi með þeim mikla fjölda skemmtiferðaskipa, sem hingað koma. Fjölmiðlar þyrftu að kanna málið og fá að vita hvernig þessum losunarmálum er háttað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: