- Advertisement -

„Ef hagnaðurinn er lítill þá lækka gjöldin og öfugt“

„Það er ekkert leyndarmál að það hefur verið töluvert á reiki hvernig veiðigjaldið er fengið.“

María Rut Kristinsdóttir.

María Rut Kristinsdóttir Viðreisn talaði á Alþingiu um fyrirhuguð veiðigjöld:

„Ríkisstjórnin er einhuga um þessar breytingar. Það verður ekki rekinn fleygur á milli flokkanna þriggja sem koma að þessu máli. Ég hlakka til að fylgjast áfram með umræðunum og mun taka málefnalega gagnrýni alvarlega. Málið fer í þinglega meðferð, í umsagnarferli og gestakomur í atvinnuveganefnd sem ég sit í. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta stóra mál. En það skiptir öllu máli að vanda til verka, tryggja að við hér inni getum átt uppbyggilegt og gott samtal um þetta grundvallarmál. Ég ætla mér alla vega að sitja hér og hlusta, skynja og skilja, á minni hlutann en líka á meiri hlutann. Auðvitað er það svo að þegar breytingar eru gerðar sem geta haft áhrif á atvinnustarfsemi þá skiptir miklu máli að tryggja samtal og samráð.

Þegar frumvarpið var fyrst lagt fram spurði ég mig alveg spurninga sem þingmaður Norðvesturkjördæmis um áhrif frumvarpsins á sveitarfélög, hver áhrifin yrðu á lítil eða meðalstór fyrirtæki. Mun frítekjumarkið sem boðað var þá duga til? Þetta voru mínar vangaveltur í fyrsta kasti og spurningar sem ég spurði á þingflokksfundum. Við áttum bara ótrúlega góð samtöl um þessar áskoranir. En ég ítreka:

Þú gætir haft áhuga á þessum

…ráðherra hefur hlustað…

Hæstvirtur ráðherra hefur hlustað á þessi sjónarmið í góðu samtali og góðu samráði við hagaðila. Hún kemur hér fram með frumvarp sem sefar að mínu mati þessar áhyggjur mínar. Það er ekkert leyndarmál að það hefur verið töluvert á reiki hvernig veiðigjaldið er fengið. Það hefur stundum verið fullkomlega háð geðþótta stjórnmálanna hverju sinni.

Talandi um fyrirsjáanleika, það er enginn fyrirsjáanleiki fólginn í því ef stjórnmálamenn geta komið og hróflað í veiðigjaldinu með engum fyrirvara. Mér finnst mjög gott skref núna að fara þessa gegnsæju leið í útreikningunum og það á þá bara að halda. Svo auðvitað sveiflast veiðigjaldið eftir því hvort það gengur vel eða ekki. Þetta sést t.d. á áformum síðustu ríkisstjórnar sem ætlaði að hækka veiðigjöldin án áhrifamats. En munum það að ef hagnaðurinn er lítill þá lækka gjöldin og öfugt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: