- Advertisement -

„Ég ber fullt traust til Sigurðar Inga“

Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Í ljósi stöðu flokksins spurði Miðjan hann hvort hann teldi að flokkurinn ætti að flýta flokksþingi.

„Það er miðstjórn sem að boðar flokksþing, næsti fundur þess verður í haust, líklegast í október. Á vorfundi Miðstjórnar var tekin umræða um hvort að flýta ætti flokksþingi og var umræðan sú að best væri að hafa flokksþing í byrjun árs 2026. Ég reikna með að miðstjórn muni samþykkja það á haustfundi sínum. Mikilvægt er að gefa málefnahópum rými til stefnumótunar fyrir flokksþing,“ svaraði Gunnar.

En vill Gunnar að Sigurður Ingi Jóhannsson axli ábyrgð og víki sem formaður?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég ber fullt traust til formannsins. Það er flokksþing sem að kýs forystu flokksins, og verður þá væntanlega kosið um formann, varaformann og ritara í byrjun 2026.“

En hefur Gunnar áhyggjur af stöðu flokksins?

„Ég hoppa ekki hæð mína yfir stöðu flokksins í skoðanakönnunum, en hef fulla trú á því að þegar að líður á haustið munu vindar breytast. Núverandi ríkisstjórn er enn vinsæl, ég tel að þegar hveitibrauðsdagar þessarar ríkisstjórnar ljúka muni landslagið verða annað,“ svaraði Gunnar Ásgrímsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: