- Advertisement -

„Ég er einfaldur maður“

„Ég er einfaldur maður, ég hef alltaf trúað á að maður eigi bara að standa við það sem maður segir,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi í september s.l., það er fyrir rétt um hálfu ári síðan.

„Maður á ekki að lofa einu fyrir kosningar og koma svo fram eftir kosningar og tala á annan hátt. Við í Vinstri grænum höfum talað fyrir sömu stefnu og við gerðum í kosningabaráttunni og ætli vinsælasta orð kosningabaráttunnar hafi ekki verið innviðauppbygging. Ég heyrði það svo oft að ég var hálfpartinn farinn að fá leiða á því enda er það pínulítið hlutlaust orð og getur þýtt hvað sem er, eins og hefur komið í ljós eftir kosningar. Öll þessi innviðauppbygging sem allir ætluðu sér að fara í fyrir kosningar var allt í einu horfin eftir kosningar.“

Hann talaði við þigmenn ríkisstjórnarflokkanna, og sagði: „Ég vona að hvert og eitt ykkar hér í stjórnarliðinu deili þeirri einföldu heimssýn minni að maður eigi að standa við það sem maður segir, að maður eigi að huga mest að þeim sem verst standa í samfélaginu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: