- Advertisement -

Eigum við að skattleggja skuldir?

Gunnar Smári skrifar um afkomu Landsbankans:

„Bankinn borgar 9,9 milljarða króna til ríkisins af 19,3 milljarða króna hagnaði. Hann tók 69,4 milljarða króna í vexti en borgaði bara 28,6 milljarða króna í vexti. Vaxtamunurinn var 40,8 milljarðar króna. Í staðinn fyrir að borga arð í ríkissjóð gæti bankinn minnkað vaxtamuninn um 1/4, annað hvort borgað hærri vexti eða rukkað lægri vexti sem því nemur. Hann gæti líka rekið sig á núllinu og lækkað vaxtamuninn um helming. Væri það ekki þjóðhagslega hagkvæmar; að reka bankana á sem minnstum vaxtamun í stað þess að siga þeim á almenning og fyrirtæki og láta þá skila stórkostlegum hagnaði og arði í ríkissjóð? Til hvers er þessi hringekja, að sækja fé til skuldugra og færa þá í ríkissjóð? Mætti ekki allt eins leggja til að skuldir væru skattlagðar sérstaklega, myndi einhver greiða því atkvæði sitt?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: