- Advertisement -

Einbýlishús hefur hækkað um fimmtíu milljónir í heimsfaraldrinum

Gunnar Smári skrifar:

150 m.kr. einbýlishúsið í Þingholtunum hefur hækkað um rúmar 50 m.kr. í heimsfaraldrinum, eigendurnir hafa auðgast á sama tíma og fjöldi fólks hefur misst vinnuna og þar með efnahagslega stöðu, stendur nú miklu verr en áður, berst við að halda í heimilið sitt, að enda ekki úti á götu með fjölskylduna. Á sama tíma hefur hlutabréfaverð hækkað um 50%. Auður hinna ríku vex í efnahagslegum samdrætti, sem segir okkur að samdrátturinn leggst allur á þau sem lítið sem ekkert eiga. Hækkun húsnæðisverðs gerir það enn ómögulegra fyrir hin efnaminni að kaupa húsnæði, þau eru föst á leigumarkaði sem lækkaði aðeins um 2,5% í cóvid, þegar allir ferðamenn hurfu. Þegar ferðamenn snúa aftur munu leigumarkaðurinn skrúfast upp aftur og kippa fótunum undan þúsundum og aftur þúsundum fjölskyldna, sem verða klemmdar á milli lágra launa og hárrar húsaleigu.

Þannig virkar kapítalisminn. Hann magnar ójöfnuð í kreppu sem í góðæri. Og það er kapítalisminn sem þessi ríkisstjórn er að verja og styrkja í efnahagsaðgerðum sínum; vald eigenda fyrirtækja yfir atvinnulífinu og þar með launafólki. Ríkisstjórnin studdi lækkun launa starfsfólks Icelandair fyrir ári og hún gerir ekkert til að sporna við lækkun launa starfsfólks Play nú, markmiðum eigenda þess félags um að brjóta niður samtakamátt starfsfólksins með fölskum verkalýðsfélögum, sem í reynd eru undir valdi eigenda fyrirtækja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kapítalisminn nærist á kreppum og skapar kreppur. Í kreppum er því haldið fram að við höfum ekkert val annað en að fela hinum ríku forsjá samfélagsins. Og þau nota aukin völd til að auðgast enn frekar, sölsa undir sig eigum, fé og auðlindum almennings og auka með því enn frekar völd sín. Við erum stödd akkúrat þar. Allt þar til við spyrnum við fæti.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: