- Advertisement -

Einkavæðing: Nú er lag

Forstjóri Gamma vill, að eigin sögn, draga úr áhættu skattgreiðenda af eign okkar á virkjunarfyrirtækjunum, svo sem Landsvirkjun. Gísli Hauksson forstjóri vill virkja einkaframtakið til þess.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu sem var mætt á Viðskiptaþing, þar sem Gísli var meðal ræðumanna. „Raforkunotkun hefur verið að vaxa mjög mikið, þannig að fjárfesting hins opinbera í þessum geira hefur vaxið gríðarlega síðustu 10 til 15 árin. Nú er svo komið að um 80% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi fer til svokallaðra „stórnotenda,“ þannig að almennir notendur – heimili og venjuleg fyrirtæki auk smáfyrirtækja – nota aðeins 20%,“ hefur Viðskiptablaðið eftir Gísla forstjóra.

Svo spurði Gísli: „Er ríkið að ganga of langt? Er það grundvallarhlutverk ríkisvaldsins að skaffa þessum stóra hópi rafmagn? Það eru mikil vaxtartækifæri í orkugeiranum og möguleiki á því að selja raforku til útlanda í gegnum sæstreng. GAMMA metur sem svo að 30% hlutur í orkufyrirtækjum í opinberri eigu væri hægt að selja á allt að 250 milljarða.“

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar vill einkavæða banka og fleira. Því er nú lag fyrir þá sem vilja eignast fyrirtæki sem nú eru opinber. Það er jafnvel orðað sem sérstakur greiði við almenning.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég held að við verðum að ræða það alvarlega hvort að við ættum ekki að slá tvær flugur í einu höggi með því að selja hluta af þessum orkufélögum, til að draga úr áhættu skattgreiðenda og virkja einkaframtakið,“ sagði Gísli Hauksson, forstjóri Gamma á Viðskiptaþingi, að því er kemur fram í Viðskiptablaðinu.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: