- Advertisement -

Einn milljarður umfram

„Hér er lögð fram hvítþvottaskýrsla sem er kallað skilamat. Ekki stendur steinn yfir steini í skýrslunni. Það er mjög ljótt að bera fyrir sig þá viðkvæmu starfsemi sem er í skólanum því hér er um hreina og klára framúrkeyrslu að ræða upp á 1.000 milljónir/1 milljarð,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á síðasta borgarráðsfundi.

„Búið var að eyða fleiri tugum milljóna í hönnun áður en farið var af stað í verkið. Í fjárhagsáætlunum 2013 -2019 voru 2.525 milljónir færðar á Klettaskóla,“ sagði hún og svo þetta: „Fimm viðaukar voru lagðir fram á árunum 2015-2018 að upphæð 940 milljónir. Stærsti hluti viðaukaheimilda kom inn á árinu 2018 eða 770 milljónir sem er athyglisvert þar sem einungis 100 milljónir fóru inn á verkið í fjárhagsáætlun fyrir það ár. Samþykktar fjárheimildir eru 3.465 milljónir. Endanlegur kostnaður varð hins vegar 3.950 milljónir og vantar því samþykkt fyrir 485 milljónum í verkið. Þau rök borgarinnar að verkið hafi farið fram úr kostnaðaráætlunum vegna þeirrar starfsemi sem í húsunum eru ósannindi enda hefur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hafnað kröfu borgarinnar sem haldið hefur verið uppi. Viðbygging og breytingar á Klettaskóla fóru tæplega milljarð fram úr áætlun,“ segir í  bókun Vigdísar, sem endar svona:

„Það er óhjákvæmilegt að fá óháða úttekt á verkinu öllu. Minnt er á að borgarfulltrúi Miðflokksins á inniliggjandi spurningar sem varpa muni ljósi á framúrkeyrsluna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: