- Advertisement -

Ekki setja milljarða í stríðsrekstur erlendis

„Í dag sakna ég þessarar þjóðarstoltstilfinningar. Mér finnst Ísland og Íslendingar hafa tapað áttum. Fráfarandi ríkisstjórn mistókst að vernda land og þjóð.“

Lárus Guðmundsson.
Lárus þegar hann var atvinnumaður í knattspyrnu.

„Hæstvirta ríkisstjórn, háttvirtir þingmenn. Á þeim tíma þegar ég var atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður Íslands var ég svo óendanlega stoltur af því að vera Íslendingur. Mér fannst ávallt þegar ég spilaði í belgísku og þýsku deildinni að ég væri að koma fram sem fulltrúi Íslands frekar en einstaklingurinn Lárus Guðmundsson. Hápunkturinn var svo alltaf að spila landsleiki fyrir Íslands hönd. Þá reis þjóðarstoltið hæst,“ sagði Lárus Guðmundsson, varaþingmaður Miðflokksins og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, þegar hann flutti jómfrúrarræðu sína á Alþingi.

„Í dag sakna ég þessarar þjóðarstoltstilfinningar. Mér finnst Ísland og Íslendingar hafa tapað áttum. Fráfarandi ríkisstjórn mistókst að vernda land og þjóð. Hæstvirt núverandi ríkisstjórn þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Íslenskan á í vök að verjast, of margir innflytjendur og ferðamenn fyrir innviðina. Innviðir brostnir vegna álags, náttúran okkar undir of mikilli áníðslu og samgöngur í lamasessi. Erlendir auðjöfrar að kaupa jarðir og náttúruperlur. Við þurfum að styrkja íslenska framleiðslu, landbúnaðinn og samgöngur og ekki að láta landsbyggðina mæta afgangi. Hæstvirt ríkisstjórn á að berjast fyrir friði og setja Ísland í forgang, ekki setja milljarða í stríðsrekstur erlendis. Þið hafið fyrst og fremst skyldur gagnvart landi og þjóð. — Takk fyrir áheyrnina.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: